Fimmtudaginn 21. mars, kl. 20:00-22:00 í bíósal Herðubreiðar
Viðburðurinn er skipulagður af Mörtu Hryniuk ásamt WET – samvinnuhópur listamanna, staðsettur í Rotterdam, sem vinnur með vídeó og kvikmyndir (Anna Łuczak, Erika Roux, Marta Hryniuk, Nick Thomas og Sophie Bates). Marta dvelur um þessar mundir í gestavinnustofu Skaftfells.
20:00-20:45 Listamannaspjall
Marta Hryniuk (PL) mun kynna nýjasta verk sitt, vídeóverk sem nefnist „Kvikmyndatökukonan“ (verk í vinnslu), sem byggir á 8 mm kvikmyndasafni fjölskyldu hennar, myndað af frænku hennar Mariu Jastrzębska á 6. og 7. áratugnum. Upptökurnar eru skrásetningar úr daglegu lífi í Póllandi þegar sósíalistar voru við völd og sýna fjölskyldufögnuði, ferðalög auk persónulegra sambanda.
20:45-21:00 hlé
21:00-22:00 sýning á listrænum myndum eftir WET
Sýndar verða listrænar myndir eftir félaga í WET sem er samvinnuhópur stofnaður út frá tengslum innan fagsins og vinasamböndum með það að leiðarljósi að gerð kvikmynda sé fyrst og fremst framtak sem byggist á samvinnu. Mikilvægur útangspunktur félaga WET er skilyrðið um samvinnu þar sem markmiðið er að endurhugsa þýðingu sjálfbærs verklags. Verkin endurspegla mikilvægi (og flækjustig) samvinnufélaga og sjálfsprottinna samvinnuhópa. Sýningartíminn er í kringum 60 mínútur.
Nick Thomas, ‘An Entrance is an Exit Too’, 15’20’’, 2018
Anna Łuczak & Angelika Falkeling, ‘Stories from the workplace’, 7’40’’, 2018
Sophie Bates, ‘Scabs’, 16’00, 2018
Erika Roux, ‘A Couple Things’, 10’30’’, 2017
Marta Hryniuk, ‘de Spiegel’, 5’30’’, 2018
Um listamennina:
WET er samvinnufélag, staðsett í Rotterdam, sem sér um framleiðslu og dreifingu kvikmynda, vídeóverka og listrænna hreyfimynda. WET starfar innan geira samtímakvikmynda með það að leiðarljósi að knýja áfram framleiðsluaðferðir sem byggja á samvinnu og sameiginlegum stuðningi. WET kemur að framleiðslu verka í formi vinnu-, tækja- og þekkingarskipta. WET er einnig vettvangur fyrir dreifingu, sýningarstjórnun og forritun með áherslu á verkum sem setja spurningarmerki við hefðbundnar kvikmyndir og leggja til nýtt sjónarhorn (samfélagslega, sögulega, stjórnmálalega, og fagurfræðilega) með miðlinum.
Marta Hryniuk (1991) er pólsk listakona sem býr og starfar í Rotterdam. Hún útskrifaðist úr Listaháskólanum í Poznań (BA), Listaháskólanum í Szczecin (MA) og Piet Zwart Institute í Rotterdam (MA). Hún var meðstofnandi samvinnuhópsins Silverado (2013-2017) sem eru óstaðbundin samvinnuhópur listamanna og sýningarstjóra, og WET (2018-). Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún hefur verið handafi námsstyrkja á borð við “Van Been Donner Stichting” (2018), “Young Poland” (2017) and Minister of Culture and National Heritage (2015).
Marta Hryniuk gerir kvikmyndir og vídeóverk sem skoða frásagnir úr lífi kvenna og sjálfsvitund, sérstaklega þeirra sem eru á einhvern hátt utangátta auk þess sem hún virkjar snertipunkta milli kvikmyndatökuformsins og kynjafræðilegrar nálgunar. Verkin hennar snerta iðullega á hinu liðna. Hún er sérstaklega áhugasöm um hvernig sagan endurtekur sig, jafnvel í eigin lífi og þeirra sem eru henni næstir. Í höndum Mörtu er kvikmyndatökuvélin tæki til að fylgjast með og skrásetja auk þess að vera miðill atburðanna sem hún dregur upp mynd af. Með hverju verki býr hún til tengsl og leggur upp úr samvinnu með þeim sem um er fjallað. Í verkum sínum vill hún miðla innsæi, persónuleg samskipti og samkennd sem verður til við tökur myndanna. Þrátt fyrir að kvikmyndatökuvélin sé áhorfandi þá er henni líka annt um viðfangsefni sitt; hún er mjúk, hún umfaðmar. Að beina tökuvélinni er ljóðrænn verknaður um leið og það er verið að rannsaka.
Listamannadvöl Mörtu Hryniuk í Skaftfelli er styrkt af CBK Rotterdam.