Auglýst eftir forstöðumanni

Skaftfell, myndlistarmiðstöð Austurlands, auglýsir eftir einbeittum, sjálfstæðum og drífandi forstöðumann með brennandi áhuga á myndlist. 

Skaftfell er ein af elstu og öflugustu stofnunum um nútímamyndlist á landsbyggðinni. Starfsemi Skaftfells er tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi og er þeim markmiðum framfylgt með öflugri og faglegri sýningardagskrá, rekstri gestavinnustofa og fræðslu fyrir börn og fullorðna í landsfjórðungnum. 

Starfið felur í sér yfirumsjón með sýningardagskrá, almenna stjórnun, daglegan rekstur og ábyrgð á starfsemi miðstöðvarinnar. Nauðsynlegt er að nýr forstöðumaður hafi búsetu á Seyðisfirði.

Hæfniskröfur: 

  • Góð fagþekking á innlendum sem erlendum myndlistarheimi
  • Reynsla á sviði menningarstjórnunar 
  • Þekking og reynsla af menningarmálum almennt  
  • Frjó og skapandi hugsun
  • Góð samskiptafærni og forystuhæfileikar
  • Vönduð vinnubrögð og skipulagshæfileikar 
  • Sveigjanleiki og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi

Helstu verkefni eru: 

  • Umsýsla með fjármálum, samningagerð og almenn stjórnunarstörf.
  • Listræn stefnumótun, áætlanagerð og gerð styrkumsókna.
  • Ábyrgð og umsjón með sýningardagskrá og viðburðum, fræðsluverkefnum, starfsemi gestavinnustofa og  alþjóðlegum samstarfsverkefnum í samstarfi með starfsfélögum.
  • Samstarf við aðrar menningarmiðstöðvar, skólastofnanir og aðra sem vinna að málefnum lista og menningar á landsvísu
  • Halda uppi sýnileika stofnunarinnar og virku samtali við samstarfsfólk og stofnanir í nærumhverfi og fjær
  • Umsjón með kynningarmálum fyrir miðstöðina og verkefni á hennar vegum.
  • Rekstur og umsýsla með fasteignum miðstöðvarinnar 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum BHM.

Æskilegt er að forstöðumaður geti hafið störf 1. maí 2022.

Allar frekari upplýsingar veitir Hanna Christel Sigurkarlsdóttir,i forstöðumaður, í síma 472 1632 eða á netfanginu skaftfell@skaftfell.is

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2022. Umsókn skal fylgja náms- og ferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir berist á netfangið admin@skaftfell.is