Keramik smiðjur fyrir krakka og ungmenni

Skaftfell býður krökkum og ungmennum upp á keramik smiðjur helgina 19.-20. nóvember í stúdíói Heima, Austurvegi 15, Seyðisfirði (gengið inn að framan). Leiðbeinandi er Rikke Høgenhof.

Laugardaginn 19. nóvember kl. 12-16
Skrímslasmiðja fyrir 5-10 ára

Skrímsli verða mótuð úr steinleir og máluð. Foreldrar eru velkomnir með. Listaverkin verða svo brennd af Rikke í vikunni og hægt verður að sækja þau í Heima laugardaginn 26. nóvember milli 14-15 þar sem haldin verður sýning á öllum verkunum.

Sunnudaginn 20. nóvember kl. 12-16
Ljós og skuggar smiðja fyrir 11-15 ára

Ljós og skuggar koma í ljós við gerð kertastjaka. Notast verður við handmótunaraðferðina plötutækni. Verkin verða svo máluð. Listaverkin verða brennd af Rikke í vikunni og hægt verður að sækja þau í Heima laugardaginn 26. nóvember milli 14-15 þar sem haldin verður sýning á öllum verkunum.

Skráning á fraedsla@skaftfell.is

Myndirnar sýna óbrennd verk.
Verkefnið er styrkt af Múlaþingi og Samfélagssjóði Landsvirkjunar.