Nýr listrænn heiðursstjórnandi

Skaftfell tilnefnir af mikilli ánægju Gavin Morrison sem listrænan heiðursstjórnanda fyrir árin 2015-2016.

„Mér finnst mjög áhugavert hversu mörg hlutverk Skaftfell gegnir fyrir Seyðisfjörð og hvernig miðstöðin þrífst í bæjarlífinu. Ég geri ráð fyrir að þessar aðstæður veiti svigrúm fyrir vangaveltur varðandi samspil samfélagsins og listaverka í margvíslegum formum, og þannig geti Skaftfell kannað nýjar leiðir til að  setja fram þessi sambönd í stærra samhengi, lengra en bæinn og lengra en Ísland.

Gavin Morrison býr i Skotlandi og suður-Frakklandi. Þar rekur hann lítið verkefnarými, IFF, og Atopia Projects sem er sýningastjórnunar- og útgáfu starfsemi. Samhliða því vinnur hann sem sýningastjóri í lausamennsku og rithöfundur. Hann hefur unnið í samstarfi við ýmsar stofnanir víðsvegar um heiminn og má þar nefna Konunglega listaháskólann í Stokkhólmi, Listasafn Houston, Osaka samtímalistastofnunina í Japan og Háskólann í Edinborg, Skotlandi. Hann heimsækir Seyðisfjörð reglulega. http://gavinkmorrison.com

Starfsemi Skaftfells er helguð samtímamyndlist á alþjóðavísu. Í Skaftfelli er öflug sýninga- og viðburðadagskrá, gestavinnustofa fyrir listamenn og fjölþætt fræðslustarf. Sýningarhald hefur verið öflugt og fjölbreytt með áherslu á vandaða blöndu af framsækinni samtímalist og hefðbundnari listsýningum, ýmist eftir innlenda eða erlenda listamenn.

Sýningar framundan:

11. apríl – 21. júní
Raunverulegt líf
Cecilia Nygren (SWE)
Lucia Simek (USA)
Arild Tveito (NO)
Ragnheiður Gestsdóttir
& Markús Þór Andrésson (IS)
Hreinn Friðfinsson (IS)
Sýningarstjóri: Gavin Morrison

25. júní – 5. júlí
120 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar
Listaverk úr eigu Seyðisfjarðarkaupstaðar.

11. júlí – 4. okt
Ingólfur Arnarsson
Þuríður Rós Sigurþórsdóttir

Sýningarstjóri: Gavin Morrison

Frá 2009 hefur Skaftfell útnefnt listrænan heiðursstjórnandi til tveggja ára. Fyrstur í röðinni var Björn Roth, þá Christoph Büchel og loks Ráðhildur Ingadóttir. Hlutverk listræns stjórnanda er að móta stefnu miðstöðvarinnar í sýningarhaldi, sem og fræðslu og öðrum verkefnum. Tilnefningin er heiðursstaða.