Auglýst eftir umsóknum – gestavinnustofur 2019

Skaftfell auglýsir eftir alþjóðlegum umsóknum fyrir dvöl í gestavinnustofum árið 2019. Í boði eru sjálfstæðar vinnustofur og tvær þematengdar vinnustofur: Wanderlust og Printing Matter.

Sjálfstæðar gestavinnustofur fyrir listamenn og hópa

Sjálfstæðu gestavinnustofurnar bjóða upp á næði og rými fyrir einstaklingsbundna rannsóknarvinnu, sjálfskoðun og tilraunir. Listamenn eru hvattir til að nýta dvöl sína til að kryfja eigin verk og vinnuferli og hugmyndafræði, að nýta sér stórbrotna náttúruna sem orkugjafa og innblástur, að skoða snertifleti lista og daglegs lífs, deila hugmyndum með öðrum gestalistamönnum og temja sér hugmyndafræði „hægfara gestavinnustofu“ sem er að finna í litlu en líflegu samfélagi. Gestavinnustofurnar eru fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn en listamenn sem vinna þvert á miðla er einnig velkomið að sækja um.

Tímabil: Hægt er að dvelja 1-4 mánuði að vetri, vori og hausti. Dvölin hefst ávallt í byrjun mánaðar og til enda hvers mánaðar. Við hvetjum listamenn til að dvelja í tvo mánuði eða lengur.

Vetur: 2. janúar til 28. febrúar, 2019.

Vor: 1. apríl til 31. maí, 2019

Haust: 1. ágúst til 30. nóvember 2019

Styrkir: Í samstarfi við Norrænu menningargattina útdeilir Skaftfell tveggja mánaðar dvalarstyrk fyrir tvo Norræna og Baltneska listamenn árið 2019. Lesa nánar.

[box]Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna hér: https://skaftfell.is/residency-program/program-outline/?lang=en[/box]