Articles by: Hanna Christel

Rithöfundalest(ur) 2021

Rithöfundalest(ur) 2021

Hin árlega Rithöfundalest verður á Austurlandi dagana 11.-14. nóvember og kemur við í Skaftfelli laugardaginn 13. nóvember kl. 20:00 í sýningarsal Skaftfells. Aðgangseyrir er 1000 kr en 500 kr fyrir börn og eldri borgara. Posi á staðnum. Rithöfundar í lestinni þetta árið eru: Hildur Knútsdóttir með hrollvekju fyrir fullorðna, Myrkrið á milli stjarnanna og barnabók sem hún skrifar með Þórdísi Gísladóttur, Nú er nóg komið. Hallgrímur Helgason kynnir skáldsöguna 60 kíló af kjaftshöggum og jólajóðabókina Koma jól? sem er myndskreytt af Rán Flygenring. Sölvi Björn Sigurðsson er með sögulegu glæpaskáldsöguna Kóperníka. Í lestinni eru einnig austfirsku höfundarnir Árni Friðriksson frá […]

Read More

Sequences – Rómantíkin rannsökuð

Sequences – Rómantíkin rannsökuð

Myndlistarhátíðin Sequences 2021 lauk nýverið og tók Skaftfell þátt með því að halda utan um viðburð eftir myndlistarmanninn Önnu Margréti Ólafsdóttur sem fram fór á Seyðisfirði. Anna Margrét bauð upp á upplifunarviðburð þar sem hún krufði, ásamt þátttakendum, hugtakið rómantík. Í fjóra daga bauð hún tuttugu Seyðfirðingum að koma með sér í göngutúr til að velta fyrir sér hugtakinu með alls kyns æfingum og spjalli. Í lok vikunnar hélt hún svo opin viðburð í Herðubreið sem nefndist Samdrykkja. Sýningarstjórar hátíðarinnar voru Þóranna Björnsdóttir og Þráinn Hjálmarsson.