Fréttir

Listamannaspjall: Jan Krtička og Nicola Turner

Listamannaspjall: Jan Krtička og Nicola Turner

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á kynningu á verkum og hugleiðingum tveggja núverandi gestalistamanna Skaftfells. Fimmtudaginn 10. nóvember, 19:00-20:30, Skaftfelli, efstu hæð. Jan Krtička er listamaður sem vinnur með hljóð og innsetningar. Hann hefur aðsetur í Tékklandi og kennir við listadeild Jan Evangelista Purkyně háskólans í Ústi nad Labem. Jan lærði listkennslu, skúlptúr og grafískri hönnun. Hann hefur sýnt víða í Tékklandi. Jan dvelur í Skaftfelli í október og nóvember í tengslum við alþjóðlega samstarfsverkefnið Gardening of Soul: In Five Chapters sem Skaftfell er samstarfsaðili að. Verkefnið er styrkt af EES Iceland Liechtenstein Norway Grants. Það rannsakar og pantar listaverk í almenningsrýmum […]

Read More

Nýtt alþjóðlegt samstarfsverkefni „Gardening of Soul: In Five Chapters“

Nýtt alþjóðlegt samstarfsverkefni „Gardening of Soul: In Five Chapters“

Við erum spennt að tilkynna um þáttöku Skaftfells í alþjóðlega samstarfsverkefninu „Gardening of Soul: In Five Chapters“, undir forystu listadeildar Jan Evangelista Purkyně háskólans og House of Arts í Ústi nad Labem, Tékklandi. Meðal samstarfsaðila okkar í verkefninu eru fjórar sjálfseignarstofnanir sem vinna að samfélagsuppbyggingjandi listsköpun í Tékklandi og átta gallerí og listasamtök víðsvegar að úr heiminum. Verkefnið er til þriggja ára og er styrkt af EES Iceland Liechtenstein Norway Grants frá 2022 til 2024. „Gardening of Soul: In Five Chapters“ rannsakar og pantar opinber listaverk sem taka þátt í samfélagsuppbyggingu og staðarmótun. Verkefnið hefur sérstakan áhuga á gagnvirkum listrænum ferlum sem […]

Read More