Fréttir

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Dagar Myrkurs – ljósmyndanámskeið

Sunnudaginn, 30. október, kl. 19:00 – 21:00, Skaftfell Halltu upp á DAGA MYRKURS með því að læra að taka ljósmyndir af nátt himninum! Skaftfell býður upp á námskeið í næturljósmyndun með ljósmyndaranum Nikolas Graber á sunnudaginn, 30. október, kl. 19:00 -21:00. Námskeiðið mun fara fram að mestu utandyra, í bakgarði Austurvegs 42 (á bak við Skaftfell). Verð fyrir fullorðnir: 2.500 kr. Frítt fyrir börn sem koma með. þátttakendur þurfa að koma með eigin myndavél (þarf að vera með manual styllingum) og gott er að koma með þrífót. Skráning á [email protected]   Mynd: Nikolas Grabar

Halló, heyrið þið í okkur?!  Listasmiðja um loftslagsaðgerðir fyrir ungt fólk

Halló, heyrið þið í okkur?! Listasmiðja um loftslagsaðgerðir fyrir ungt fólk

Laugardaginn 22. október fer fram vinnusmiðja fyrir krakka 8 ára og eldri í Skaftfelli. Smiðjan hefst kl. 10:00 á þriðju hæð Skaftfells og lýkur klukkan 14:00 á sama stað. Á einhverjum tímapunkti verður farið í gönguferð um bæinn. Boðið verður upp á hádegismat um miðjan dag. Þátttaka í námskeiðinu er gjaldfrjáls. Skráning á [email protected] Í þessari skapandi vinnusmiðju sem er þróuð og leidd af Önnu Margréti Ólafsdóttur og Signýju Jónsdóttur munum við kanna loftslagsmálin í samhengi við nútímann en einnig horfa til framtíðar. Hvað vitum við? Hvað viljum við vita? Er hlustað á áhyggjur okkar? Hvernig mætum við komandi breytingum […]

Read More