Fréttir

Sala á listaverkum til styrktar Úkraínu safnaði 500.000 kr

Sala á listaverkum til styrktar Úkraínu safnaði 500.000 kr

Pop-up listaverkasalan til styrktar Úkraínu, sem haldin var í sýningarsal Skaftfells síðastliðinn sunnudag, safnaði alls 500.000 kr.! Allur ágóði rennur óskiptur í neyðarsöfnun Rauði krossinn til styrktar íbúa Úkraínu sem eiga nú um sárt að binda. Yfir 30 Listamenn á svæðinu gáfu verk sín auk þess sem tónlistarmennirnir Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer buðu upp á lifandi tónlistarflutning. Við viljum þakka öllum listamönnunum kærlega fyrir þessa veglegu og óeigingjörnu gjöf og sömuleiðis öllum þeim sem veittu söfnuninni aðstoð og síðast en ekki síst kaupendur verkanna. Við erum hrærðar yfir frábærum undirtektum nærsamfélagsins!

Nýr forstöðumaður Skaftfells: Pari Stave

Nýr forstöðumaður Skaftfells: Pari Stave

Stjórn Skaftfells kynnir með ánægju að Pari Stave hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Skaftfells, Myndlistarmiðstöð Austurlands. Hún tekur til starfa 1. maí næstkomandi. Síðastliðin tvö ár hafa Hanna Christel Sigurkarlsdóttir og Julia Martin deilt forstöðu yfir miðstöðinni. Hanna Christel lætur af störfum 1. júlí nk. en Julia mun starfa áfram hjá Skaftfelli með umsjón yfir alþjóðlegum verkefnum Skaftfells og gestavinnustofu. Pari Stave starfaði síðastliðin átta ár hjá Metropolitan safninu í New York þar sem hún sinnti stöðu sem yfirmaður stjórnsýslu-, safna- og sýningarstjóraverkefna í nútíma- og samtímalistadeildinni. Þar á undan starfaði hún sem sýningarráðgjafi fyrir American-Scandinavian Foundation (AFS). Pari er […]

Read More