Gestavinnustofur

Velominn Michael Soltau

Velominn Michael Soltau

Við bjóðum Michael Soltau hjartanlega velkominn í gestavinnustofu Skaftfells. Fjölmiðlaprófessorinn Michael Soltau, fæddur 1953 í Oldenburg (Þýskaland) býr og starfar í Leipzig og Varel. Í gegnum feril hans sem listamaður hefur hann kannað líkingar á milli náttúru og miðla. Hann setur þannig kastljós á ferli framsetningar í ljósmynda- og margmiðlunarsamhengi. Ímynd og framsetning, sem og skynjun okkar á heiminum sem mótuð er af myndmiðlum, eru sett í sjónræna, staðbundna sviðsetningu. Myndum, hljóðum og innsetningum er þjappað saman í staðbundna heildaryfirlýsingu sem er oft aðeins upplifuð í viðkomandi tímabundnu og staðbundnu samhengi. Ljósmyndun og myndbandslúppur taka þátt í samræðum í rýminu […]

Read More

Velkomin Katia Klose

Velkomin Katia Klose

Við bjóðum Katiu Klose hjartanlega velkomna í gestavinnustofu Skaftfells í mars. Katia, fædd árið 1972 í Berlín, vinnur sem ljósmyndari og fyrirlesari í Leipzig, Þýskalandi. Kjarninn í verkum hennar er könnun á veruleikanum með tilliti til munúðlegra og ljóðrænna eiginleika hans. Eiginleiki ljósmynda sem heimild blandast saman við rannsókn á duldum tengslum mannlegrar tilveru í samræðum við umhverfi og náttúru. Í dvöl hennar á Seyðisfirði býst hún við nýjum hvötum sem auðkennast af spennu milli náttúru og sífellt vafasamri notkun siðmenningar þegar kemur að tækni og miðlun. https://www.katiaklose.com/