Gestavinnustofur

Velkomin Þórir Freyr Höskuldsson og Fjóla Gautadóttir

Velkomin Þórir Freyr Höskuldsson og Fjóla Gautadóttir

Skaftfell býður Þóri Frey Höskuldsson og Fjólu Gautadóttur hjartanlega velkomin sem gestalistafólk í febrúar. Fjóla er dansari, hljóðhönnuður, rithöfundur og plötusnúður. Hán hefur bakgrunn í bæði klassískum dansi og tónlist og lauk BA námi í dansi og kóreógrafíu frá HZT í Berlín árið 2019. Fjóla starfar sem hljóð hönnuður fyrir dans og gjörningalist í Berlín. Þórir er mynd- og hljóð listamaður með BA gráðu frá ArtScience Interfaculty í Royal Academy of Art í Haag. Verkin hans taka oft á sig form gjörninga í innsetningum þar sem hann blandar saman hljóði, myndum og töluðu máli. Hann stofnaði ásamt öðrum, útvarpsstöðina Útvarp […]

Read More

Velkomin Solveig Thoroddsen

Velkomin Solveig Thoroddsen

Við bjóðum Solveigu Thoroddsen hjartanlega velkomna sem gestalistamann Skaftfells í febrúar. Solveig útskrifaðist úr meistaranámi frá Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur verið virkur listamaður síðan. Hún vinnur þvert á miðla og helstu viðfangsefni hennar eru samspil manns og náttúru. Ennfremur eru verk hennar samfélagsmiðuð með feminískum tilvísunum. Ásamt myndlist hennar fæst hún einnig við skrif og hefur gefið út tvær ljóðabækur. Um þessar mundir er hún að vinna að bók þar sem hún safnar og velur íslenskar þjóðsögur þar sem kvenpersónur eru söguhetjur og endurskrifar þær í nútíma frásagnarstíl. Bókin verður myndskreytt með verkum hennar en undanfarin ár hefur […]

Read More