Liðnar sýningar og viðburðir

/www/wp content/uploads/2019/02/balls1200x400

Ultima Thule

Atlas Ódysseifs – Kęstutis Montvidas (LT) og Jūra Bardauskaité (LT) Hólminn í lóni Fjarðarár, 15. og 16. febrúar 2019, milli kl. 18:00 og 22:00 Atlas Ódysseifs er heitið á samstarfi listamannanna Kęstutis Montvidas og Jūra Bardauskaité og er fyrirbærið eyjan megin viðfangsefni þeirra. Við dvöl tvíeykisins í Skaftfelli ákváðu þau að rannsaka hið dularfulla eðli eyja og nýta til þess hólmann í lóni Seyðisfjarðar. Á meðan á listahátíðinni List í ljósi stendur munu Atlas Ódysseifs kynna verkið Ultima Thule sem er óræð, gagnvirk ljósainnsetning í hólmanum. Listrænt inntak verksins er að skapa tengingu milli hólmans og Ultima Thule og bjóða […]

Read More

/www/wp content/uploads/2019/01/gentle landslides2

Foss Editions á Vesturveggnum

24. janúar – 24. mars 2019 Seyðfirska útgáfan FOSS einblínir á fjölfeldi, prentuð og ekki prentuð, í takmörkuðu upplagi eftir alþjóðlega listamenn. FOSS er staðsett á Seyðisfirði og rekið af Litten Nystrøm og Linus Lohmann. Sýning þeirra á Vesturveggnum samanstendur af úrvali af nýlegum og nýjum prentuðum fjölfeldum. Hún mun standa frá 24. janúar til 24. mars 2019 og er aðgengileg á opnunartímum Bistrósins (15:00-21:00).