Liðnar sýningar og viðburðir

Hvít sól: rannsókn á sólarklukku og sumarhimni

Hvít sól: rannsókn á sólarklukku og sumarhimni

Við á norðurhveli búum við þær öfgar að sólin er ekki hin áreiðanlegasta klukka, hún færir okkur þó mjúklega inn í árstíðirnar með öfgakenndri birtu og myrkri. Ef við myndum smíða okkar eigin sólarklukku, hvernig liti hún út? Hvað myndi hún mæla? Fjórar listakonur koma til Seyðisfjarðar um hásumar til að rannsaka sumarhimininn með það verkefni í huga að búa til sólarklukku. Þær munu starfa í viku með allskyns tól að vopni, til skrásetningar og mælinga á sumarhimninum, sem mun vinna inn í rannsókn þeirra að sólarklukkunni. Þriðjudaginn, 17. júlí kl. 18:00, munu þær fremja sólargjörning undir næturhimni. Viðburðurinn er […]

Read More

/www/wp content/uploads/2018/05/farfuglar image 21maj

Farfuglar 1998-2018

Gestavinnustofa listamanna “samanstendur af tíma, stað og fólki og skapar tækifæri til að styrkja sambönd og mynda djúpstætt samtal við listina og eigin hugmyndir.”1 Í tæplega tvo áratugi hefur Skaftfell rekið gestavinnustofur fyrir listamenn sem hefur getið af sér 250 heimsóknir listamanna. Sumir hafa skilið eftir sig áþreifanlega slóð, aðrir huglæga minningu. Einhverjir hafa komið hingað mörgum sinnum og sumir hafa jafnvel fest hér rætur til frambúðar. Á sýningunni er litið til baka á gestavinnustofustarfsemina ásamt sjónrænni framsetningu úr skjalasafni Skaftfells. Einnig verða til sýnis listaverk eftir núverandi gestalistamenn Jemila MacEwan, Hannimari Jokinen ásamt Joe Sam-Essandoh og Elena Mazzi í […]

Read More