Residency events and activities

Listamannaspjall + tónleikar: Solveig Thoroddsen, Frederik Heidemann, Þórir Freyr Höskuldsson og Fjóla Gautadóttir.

Listamannaspjall + tónleikar: Solveig Thoroddsen, Frederik Heidemann, Þórir Freyr Höskuldsson og Fjóla Gautadóttir.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á listamannaspjall og tónleika með gestalistamönnum Skaftfells í febrúar: Solveigu Thoroddsen, Frederik Heidemann, Þóri Frey Höskuldssyni og Fjólu Gautadóttur. Sunnudaginn 25. febrúar kl 16.00 í sýningarsal Skaftfells. Þar fáum við að líta á og leggja við hlustir á það sem listamennirnir hafa unnið að undanfarnar vikur. Um er að ræða málverk, hljóðverk og rannsóknir. Viðburðurinn fer fram á ensku og kaffi og kleinur verða í boði. Klukkan 17.00 munum við ganga yfir í Seyðisfjarðarkirkju þar sem Frederik Heidemann mun flytja píanóverk eftir Colette Roper sem upprunalega voru gefin út af Dieter Roth Verlag. Öll velkomin. […]

Read More

Velkomin Edda Kristín Sigurjónsdóttir

Velkomin Edda Kristín Sigurjónsdóttir

Skaftfell býður velkomna Eddu Kristínu Sigurjónsdóttur sem gestalistamann í janúar. Edda Kristín Sigurjónsdóttir (1978) býr og starfar í Reykjavík. Verk hennar og lífið allt þar sem hvort er órjúfanlegt hinu, snýst um að finna hægt og rólega leiðina heim til hjartans – að heiðra það sem er hér og nú. Matur sem efniviður, töfrandi heimur plönturíkisins og trú á mátt þess að óska sér eru henni hugleikin og samofin ólíkum verkefnum hennar.