EL GRILLO

Vorboðinn ljúfi birtist á Seyðisfirði út úr sjómuggunni fimmtudaginn 1. mars. Dieter Roth Akademían með nemendum frá Listaháskóla Íslands og erlendum gestanemum hreiðrar um sig í Skaftfelli, Menningarmiðstöð á Seyðisfirði. Þetta er sjötta árið í röð sem Dieter Roth Akademían, undir stjórn Björns Roth myndlistamanns heldur nokkura vikna vinnubúðir í Skaftfelli fyrir hóp myndlistarnema. Hópurinn vinnur náið saman í rúmar tvær vikur að undirbúningi sýningar sem er snemmborinn vorboði inn í menningarlíf Seyðfirðinga. Stór hluti bæjarbúa er viðriðin undirbúning sýningarinnar þar sem nemendurnir vinna að verkum sínum inn á verkstæðum bæjarins, undir handleiðslu þess hagleiks fólks er þar starfar.

Listnemarnir í ár eru þau Christelle Concho, Harpa Dögg Kjartansdóttir, Inga Martel, Irene Ósk Bermudez, James Greenway, Nika Kupyrova, Sigurrós Svava Ólafsdóttir, Vilborg Bjarkadóttir, Þórunn Maggý Kristjánsdóttir og Arild Tveito.

Sýningarstjóri og leiðbeinandi: Björn Roth.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *