Staðir

Á sýningunni eru málverk, teikningar og ljósmyndir sem Kristján hefur unnið undanfarin misseri. Verkin fjalla með einum eða öðrum hætti um staði, þar sem jarðvegur er notaður til að skapa vangaveltur um fjar- og nærveru áhorfandans.

Kristján Steingrímur er fæddur á Akureyri 1957. Hann stundaði nám við nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Frá árinu 1983 stundaði Kristján nám við Listaháskólann í Hamborg og útskrifaðist þaðan 1987. Frá því að námi lauk hefur Kristján búið í Reykjavík og unnið að listsköpun.  Hann hefur jafnframt unnið við kennslu og stjórnunarstörf og nú síðast sem deildarforseti Listaháskóla Íslands. Kristján hefur haldið og tekið þátt í fjölda sýninga bæði í söfnum og galleríum, hérlendis sem erlendis. Síðast sýndi Kristján í Listasafni ASI verk unnin út frá opinberum görðum  frá ýmsum borgum.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *