Opin vinnustofa

Opin vinnustofa, listamennirnir Þór Sigurþórsson, Þuríður Sigurþórsdóttir og Ryan Sullivan munu vera með opna vinnustofu í bókabúðinni – verkefnarými Skaftfells dagana 20. júlí til 2 ágúst frá 12:00 – 18:00

Á tveggja vikna tímabili munum við nota gömlu bókabúðina sem vinnstofu. Hún verður opin almenningi alla þá daga sem við verðum við vinnu þar. Undir lok tímabilsins mun vinnustofan hinsvegar ljúka hlutverki sínu sem vinnurými og umbreytast í sýningarrými. Við munum hætta að framleiða, stíga til baka, endurraða og meta það sem við höfum gert.

 Við eigum sameiginlegt ferlið að framleiða. Þetta ferli er það sem lætur markaðinn og samfélagið virka. Það að stíga til baka og meta það sem hefur áunnist, skipleggja það, betur um bæta það og velta því fyrir sér hvort það sé gert á besta mögulega máta er hinsvegar ekki eins algengt í daglegu mynstri samfélagsins.

 Sunnudaginn 2. ágúst mun fara fram lokahóf frá 18:00 – 21:00.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *