Creative: Kortlagning skapandi greina á Seyðisfirði

Listamannateymið RoShamBo, í góðri samvinnu við Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi hefur nú lokið vinnu við vefkort sem hefur að geyma upplýsingar um öll helstu verkstæði, vinnustofur, sýningarými og áhugaverða staði á Seyðisfirði. Kortið er hugsað fyrir alla þá sem starfa innan skapandi geirans; listamenn, hönnuðir, handverksmenn og aðrir sem hafa hug á að vinna á svæðinu, framkvæma verkefni, framleiða verk eða leggjast í rannsóknir og þróunarvinnu. Því má segja að kortið þjóni þeim aðilum sem þar koma fram og skjólstæðingum þeirra og viðskiptavinum.

Nú þegar eru gestalistamenn Skaftfells farnir að nýta sér kortið en lengi hefur verið þörf fyrir slíkan gagnagrunn, ekki síst nú í ljósi töluverðar aukningar í fjölda listamanna og hönnuða sem dvelja á Seyðisfirði á vegum Skaftfells, LungA, LungA skólans, Heima, Skála, Ullarvinnslu frú Láru og annarra.

Gerð kortsins er styrkt af Menningarráði Austurlands.

www.roshambo.is

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *