Áramótakveðja – Geirahús

Geirahús, des 2014 Ljósm.: Nicolas Grabar

Geirahús, fyrrum heimilis Ásgeirs Jón Emilssonar að Oddagötu 4c, prýðir áramótakveðju Skaftfells.

Geiri bjó yfir mikilli sköpunarþörf og skreyti húsið sitt af mikilli natni. Saga Geira er einstök og í dag stendur húsið sem vitnisburður um félagslegar aðstæður heyrnarskertra á árum áður. Oddagata hefur verið í umsjón Skaftfells undanfarin ár og hefur því verið haldið nánast óbreytt frá andláti Geira 1999.

Síðustu tvö ár hefur Geirahús verið lokað almenningi og töluverð vinna hefur farið í að endurgera húsið, með aðstoð góðra aðila og undir leiðsögn frá Tækniminjasafni Austurlands. Allt húsið hefur verið málað utandyra, veggmyndirnar endurgerðar, útidyrahurðin yfirfarin, komið fyrir dreni ásamt ýmsu smálegu. Innandyra hafa eldhúsmunir skrásettir í Sarp og innréttingin yfirfarin. Til stendur að opna húsið aftur almenningi í vor 2015.

Skaftfell vill nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem hafa staðið að verkefninu. Sérstaklega vill miðstöðin þakka Birni Roth fyrir sitt framlag. Kristjáni Steingrími og Guðmundi Oddi fyrir ráðgjöf og vinnuframlag. Rúnari Lofti Sveinssyni, Sólbjörgu Hlöðversdóttur, Kristjáni Jónssyni, Nirði Guðmundssyni, Pétri Jónssyni og starfsmönnum áhaldahús Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir alla aðstoð og stuðning. Einnig fær Gullberg ehf, Húsafriðunarsjóður og Safnasjóður bestu þakkir fyrir fjárhagslegan stuðning.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *