Myndbandsverk úr Raunverulegt líf

Herðubreið – bíósalur

Í tengslum við sýninguna Raunverulegt líf sem stendur yfir í sýningarsal Skaftfells verða sýnd tvö myndbandsverk laugardaginn 20. júní kl. 20:00 í Herðubreið, bíósal.

My Dreams Are Still About Flying (2012) eftir Cecilia Nygren (SWE)

æ ofaní æ (2014) eftir Ragnheiði Gestsdóttur & Markús Þór Andrésson.

Myndbandverk Ceciliu Nygren frá árinu 2012, My Dreams Are Still About Flying fjallar um Walter Steiner, söguhetjuna í heimildamynd Werner Herzogs The Great Ecstasy of Woodcarver Steiner (frá 1974). Steiner var skíðastökvari á heimsmælikvarða og hafði að áhugamáli útskurð í tré.Í mynd Nygren hittum við Steiner fyrir í norður Svíþjóð þar sem hann vinnur sem húsvörður í kirkju og rifjar upp tímann í skíðastökkinu. Verkið gæti í vissum skilningi virkað einsog viðbót við mynd Herzogs, upprifjun á lífshlaupi þar sem litið er um öxl frá fjarlægum sjónarhóli. Í verkinu einnig er velt upp hugleiðingum um eðli ævisögulegra heimildamynda.

Mynd Ragnheiðar Gestsdóttur Markúsar Þórs Andréssonar æ ofaní æ (2014) er skáldað verk byggt á myndlistarmanninum Hreini Friðfinnssyni. Súrrealísk stef og vísindalegur bragur einkenna myndina sem spinnur sögu í kringum tvíbura sem voru aðskildir við fæðingu. Annar elst upp til fjalla á Íslandi en hinn við sjávarsíðuna í Hollandi. Myndin vefur sannleika inn í skáldskapargrisju og veltir upp hugmyndum um óstöðugleika tímans, rýmis og afleiðingum þessa á sjálfsvitundina.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *