Fyrirlestur – Frontiers of Solitude

Sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson mun halda fyrirlestur í Herðubreið, í tengslum við alþjóðlega samstarfsverkefnið Frontiers of Solitude. Markús mun kynna íslenska listamenn og sýningar allt frá 1971 sem hverfast um sampil myndlistar og vistfræði, umhverfisvernd og sjálfbærni.

Frontiers of Solitude er alþjóðlegt samstarfsverkefni milli listamanna og listastofnana í þremur Evrópulöndum;  Školská 28 (Tékklandi), Atelier Nord (Noregi) og Skaftfells. Verkefni tekur á yfirstandandi umbreytingu landslags og náin tengsl þess milli síðiðnaðarsamfélagsins og náttúru. Markmiðið er að búa til vettvang til að stuðla að samvinnu og skiptast á upplifun milli listamanna, vísindamanna og stofnana ásamt því að kanna og túlka nýlegar og langtíma umbreytingar landslags.

Frontiers of Solitude samstarfsverkefni Školská 28 (Deai/setkani), Atelier Nord  og Skaftfells – myndlistarmiðstöð Austurlands og er fjármagnað með styrk í gegn um uppbyggingarsjóð EES frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi fyrir menningararf og samtímalistir.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *