Verkefnið tekur á yfirstandandi umbreytingu landslags og tengsl þess milli síðiðnaðarsamfélagsins og náttúru. Markmiðið er að búa til vettvang til að stuðla að samvinnu og skiptast á upplifun milli listamanna, vísindamanna og stofnana ásamt því að kanna og túlka nýlegar og langtíma umbreytingar landslags. Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands er samstarfsaðili verkefnisins sem er leitt af Školská 28 (Deai/setkani) í Tékklandi og í samstarfi við Atelier Nord í Noregi.
Íslenski hluti verkefnisins hófst 10. ágúst þegar átta manna hópur lagði af stað í rannsóknarleiðangur um Ísland. Listamennirnir eru: Pavel Mrkus og Diana Winklerova frá Tékklandi, Greg Pope og Ivar Smedstad frá Noregi, Karlotta Blöndal og Finnur Arnar. Leiðangurstjóri er Julia Martin og ljósmyndari er Lisa Paland.
Nánar um verkefnið: https://archive.skaftfell.is/2015/08/frontiers-of-solitude/ og http://frontiers-of-solitude.org
Verkefnið er fjármagnað með styrk frá uppbyggingarsjóði EES frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi fyrir menningararf og samtímalistir.