Ljósamálverk

Nemendur Seyðisfjarðarskóla í 8.-10. bekk tóku þátt í listsmiðju fyrr í vetur sem var stýrð af Nikolas Grabar. Í smiðjunni lærðu þau undirstöðuatriði stafrænnar ljósmyndunar og gerðu í lokin hvert fyrir sig sitt “ljósamálverk” þar sem myndir eru teknar á löngum tíma á meðan ljós hreyfist í rýminu.

Útkoman er sýnd í Bókabúð – verkefnarými og verður hluti af listahátíðinni List í ljósi. Opnun verður kl 18:00 föstudaginn 19. febrúar. Sýningin verður opin fram að miðnætti laugardags.

Nemendur: Bjarki Sólon Daníelsson, Elísa Maren Ragnarsdóttir, Guðni Hjörtur Guðnason, Helena Lind Ólafsdóttir, Mikael Nói Ingvason, Úa Sóley Magnúsdóttir, Dagrún Vilborg Þórhallsdóttir, Chinsujee Rongmalee, Galdur Máni Davíðsson, Jón Arnór Jóhannsson, Kapítóla Rún Stefánsdóttir, Stefán Ómar Magnússon, Sveinn Gunnþór Gunnarsson

Ljósmynd: Elísa Maren Ragnarsdóttir

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *