Ljósmyndanámskeið

Lærðu í eitt skipti fyrir öll að nota fínu DSLR myndavélina þína. Grunnnámskeið þar sem farið verður yfir helstu tæknilegu stillingar stafrænnar DSLR myndavélar og grunnatriði myndbyggingar.

Leiðbeinandi er Nikolas Grabar. Námskeiðið fer fram á ensku en kennslugögn verða á íslensku auk orðalista yfir helstu tækniorð sem verða bæði á ensku og íslensku. Innifalið í námskeiðinu er ein útprentuð ljósmynd hvers nemenda auk kennslugagna.

Hvenær:

  • Fimmtudag 12. maí & föstudag 13. maí 16:30-19:30
  • Laugardag 14. maí 13:00-16:00
  • Fimmtudag 19. maí & föstudag 20. maí 16:30-19:30
  • Laugardag 21. maí 13:00-16:00
  • Laugardag 28. maí 06:00-10:00

Hvar: Á Seyðisfirði

Námskeiðsgjald: 20.000 kr.

Skráning: fraedsla(a)archive.skaftfell.is

Við hvetjum áhugasama að kanna hvort hægt sé að fá námskeiðið niðurgreitt hjá viðkomandi stéttarfélagi.
Athugið að lágmarksfjöldi þátttakenda er 8 en hámark er 10.

Ljósmynd: Nikolas Grabar

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *