Teiknikennsla fyrir áhugasama og forvitna teiknara. Áhersla verður lögð á hlutföll, fjarvídd og mismunandi tækni og stíla. Æfingarnar fela í sér m.a. kyrralífs uppstillingar, módel og náttúru í bland við æfingar með sjón og skynjun.
Aldur: 11-15 ára
Hvenær: 2. maí – 6. júní. Tvisvar í viku í fimm vikur.
mánudaga kl. 15:00-16:30
miðvikudagakl. 15:00-16:30
Hvar: í gamla skóla á Seyðisfirði
Leiðbeinandi: Þórunn Eymundardóttir myndlistarkona
Verð: 15.500 kr. Innifalið allt efni og áhöld.
Skráning: fraedsla(a)archive.skaftfell.is
Athugið að lágmarksfjöldi þátttakenda er 7 en hámark er 9.