Í vinnslu

Gestalistamennirnir Kati Gausmann, Richard Skelton og Ráðhildur Ingadóttir ljúka dvöl sinni með kynningu á verkum í vinnslu í Bókabúðinni-verkefnarými sunnudaginn 26. júní frá kl. 12:00-18:00. Listamennirnir komu fyrst og dvöldu á Seyðisfirði í september 2014 og samtímis hófst þátttaka þeirra í verkefninu Frontiers in Retreat. Nú lýkur seinni dvöl þeirra frá maí – júní 2016 og munu niðurstöður úr vinnuferlinu verða til sýnis í Skaftfell á næsta ári.

Kati Gausmann: Frottage on the mountain about 102 m above sea level, from the series ‘dancing dough and circumstances’, 2014, photo of work.

Kati Gausmann is a sculptor living and working in Berlin. Her work is concerned with movement, rhythm, and action as form-generating processes. In her artistic practice she combines the exploration of different materials and their qualities with acts of drawing, installation, and performance. Artistic expeditions and theoretical investigations are an important part of her working methodology. With the artist group msk7 and as a solo artist Kati has exhibited widely in Germany, as well as at Gallery Kling og Bang, Reykjavík. While participating the Frontiers in Retreat project Gausmann has an online sketch book: https://katigausmann.wordpress.com

Richard_Skelton_towards-a-frontier_72
Richard Skelton, Towards a Frontier, 2014-2016

Richard Skelton is an artist from northern England, UK. His work is informed by landscape, evolving from sustained immersion in specific environments and deep, wide-ranging research incorporating toponymy and language, ecology and geology, folklore and myth. Over the past 10 years he has worked with texts, artist’s books, films and music, but more recently he has become interested in using curation as a means of exploring counter-historical narratives. Alongside running Corbel Stone Press with the Canadian poet Autumn Richardson, he is ‘founding member’ of the Notional Research Group for Cultural Artefacts and the Centre for Alterity Studies.

SONY DSC
Ráðhildur Ingadóttir, Hægt og bítandi, Seyðisfjörður, 2014-2016

Ráðhildur Ingadóttir lives and works in Reykjavík and Copenhagen, She studied art in England from 1980 to 86, and has been active as an artist since then. Ingadóttir’s approach includes text, drawings, wall paintings, sculptures and videos and often these elements are incorporated into expansive installations. She has through the years exhibited extensively in Europe. Ingadóttir was a visiting lecturer at the Iceland Academy of the Arts from 1992-2002. She has also been visiting lecturer at the Royal Danish Academy of Fine Arts. She was on the board of the Living Art Museum in Reykjavik for some years, and curated and co-curated exhibitions there as well as elsewhere. From 2012 to 2014 she acted as an honorary artistic director at Skaftfell Center for Visual Art in Seyðisfjörður, Iceland. Ingadóttir has received art awards and travelling grants both in Iceland and Denmark.

FIR-ska_logo_72

Nánar um Frontiers in Retreat

Skaftfell tekur um þessar mundir þátt í umfangsmiklu Evrópsku myndlistarverkefni sem mun standa yfir í 5 ár. Verkefnið hefur heitið Frontiers in Retreat og er vettvangur rannsóknamiðaðra gestavinnustofa með það að markmiði að stuðla að þverfaglegu samtali um vistfræðileg málefni. Stofnað hefur verið nýtt Evrópsk netverk gestavinnustofa, lista- og menntastofnana, listamanna og sérfræðinga í hinum ýmsu greinum. Frumkvæði af verkefninu og skipuleggjandi er HIAP – Helsinki International Artist Programme. Samstarfsaðilar eru Mustarinda í Finnlandi, Scottish Sculpture Workshop SSW í Skotlandi, Interdisciplinary Art Group SERDE í Lettlandi, Cultural Front – GRAD í Serbíu, Centre d-Art i Natura de Farrera á Spáni og Jutempus í Litháen. Frontiers in Retreat hefur verið fjármagnað með styrk úr menningaráætlun ESB fyrir árin 2013-2018.

Yfir tuttugu listamönnum verður boðið vítt og breytt um Evrópu í rannsóknamiðaðar gestavinnustofur sem samstarfsaðilarnir starfrækja. Staðsetning hvers samstarfaaðila er viðurkennd sem endimörk (frontiers) og verður nálgast hvern stað út frá landfræðipólitískum, félagslegum og hagrænum forsendum. Meðan á verkefninu stendur munu listamennirnir ferðast innan gestavinnustofunetsins, rannsaka einkennandi vistfræðilegt samhengi á hverjum stað fyrir sig, koma á þekkingarmiðlun milli mismunandi greina í frumkvöðlavinnustofum (málstofum) og þróa ný listaverk.

Markmið verkefnisins er að víkka skilning á hnattrænum vistfræðilegum breytingum og staðbundnum áhrifum þeirra á náttúrulegt umhverfi Evrópu með vinnuaðferðum samtímamyndlistar og gegnum þverfaglega nálgun. Frontiers in Retreat er svar við aðkallandi þörf fyrir að endurskilgreina sambandið við staði þar sem fólki með varanlega búsetu fækkar á sama tíma og þeir horfast í augu við aukna athygli sökum mismunandi vistfræðilegra og efnahagslegra ástæðna. Verkefnið nálgast landamæri, tiltekna „náttúrulega staði“ innan Evrópu, sem eru að því er virðist ótengdir þéttbýlissvæðum, sem staði þar sem hnattræn vistfræðilegu athugunarefni í margbreytileika sínum verða augljós.

Skapandi og gagnrýnum afurðum verkefnis verður miðlað staðbundið og alþjóðlega með opinni fræðsludagskrá. Dagskráin verður skipulögð í samstarfi við listmenntunar- og rannsóknastofnanir og samanstendur af nokkrum sýningum sem og rannsóknaröðum. Að auki verður rannsóknarferlinu og vinnan í hverri gestavinnustofu skráð og miðlað með skjalasöfnum, bæði efnislegum og á netinu, um heimasíðu sem tengir staðina hvor öðrum og með útgáfu árið 2018.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *