Tómtómrúm: hljóðsmiðja með Héctor Rey

Hvert rými býr yfir sínu eigin hljómkerfi og hefur marga mismunandi eiginleika: hljóðheimur hvers rýmis er afmarkaður; það býr yfir eigin tíðni sem hefur áhrif á hljóðin sem sköpuð eru innan þess; það umbreytir hljóðum umheimsins á sama tíma og það er hluti hans að litlu leyti.

Í hljóðsmiðjunni mun listamaðurinn Héctor Rey (ES) leiða þátttakendur í gegnum þá áskorun að staðsetja hljóð í samfelldu tímarúmi með því að nota rýmið sem innihald og upphafspunkt, virkja það og draga úr áhrifum þess með sameiginlegri hljóðmyndun sem verður búin til á staðnum.

Þátttakendum er frjálst að koma með hljóðfæri eða tæki sem mynda hljóð … eða ekki.

Smiðjan fer fram þriðjudaginn 20. sept. kl. 17:00-20:00 í Bókabúðinni-verkefnarými. Opið hús fyrir gesti og gangandi kl. 20:00-21:00.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *