Samantekt úr fræðsluverkefninu Munnleg geymd og kortlagning minninga í formi vefkorts er tilbúið, sjá nánar á: http://skaftfell.wixsite.com/minningar
Farandlistsmiðjan fór fram í október 2016 undir leiðsögn Ragnheiðar Maísól Sturludóttur fyrir nemendum á miðstigi í Austfirskum grunnskólum, þeim að kostnaðarlausu.
Í verkefninu var hugtakið munnleg geymd krufið af nemendum og í kjölfarið skoðað hvað gerist þegar munnleg geymd er skrásett annars vegar sem hljóðupptaka og hins vegar á sjónrænan máta.
Nemendur nýttu eigin minninga- og frásagnarbanka til að segja frá atburði eða upplifun hvort sem það var þeirra eigin reynsla eða eitthvað sem þau höfðu heyrt af.
Niðurstöður voru settar fram í vefkorti, unnið af RoShamBo.