Vinnustofan Seyðisfjörður 2017

Vinnustofan Seyðisfjörður er tveggja vikna námskeið á vegum Dieter Roth Akademíunar fyrir útskriftarnema úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Námskeiðið hefur verið haldið sautján sinnum, síðan 2001, undir leiðsögn Björns Roth og Kristjáns Steingríms Jónssonar.

Þátttakendur í ár eru: Ágústa Gunnarsdóttir, Bára Bjarnadóttir, Camilla Patricia Reuter, Elísabet Birta Sveinsdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, Heiðrikur Brynjolfur T á Heygum, Ieva Grigelionyté, Katrín Kristjánsdóttir, Kristín Dóra Ólafsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Valgerður Ýr Magnúsdóttir, Veigar Ölnir Gunnarsson, Ylfa Þöll Ólafsdóttir, Ýmir Grönvold & Þorgils Óttarr Erlingsson.

Á námskeiðinu er lögð er áhersla á að nemendur kynnist aðferðafræði svissneska listamannsins Dieter Roth og geti nýtt sé þær sérstæðu aðstæður sem Seyðisfjörður býður upp á. Skaftfell er aðalbækistöð nemenda á meðan á námskeiðinu stendur, þar sem unnið er að þróunarvinnu og listsköpun. Námskeiðinu lýkur með sýningu í sýningarsal Skaftfells sem opnar laugardaginn 28. janúar.

Samstarfsaðilar námskeiðsins eru Dieter Roth AkademíanListaháskóli Íslands, Tækniminjasafn Austurlands, Stálstjörnur og ýmsir innanbæjar aðilar.

Fyrri námskeið og sýningar:

2016, mars, NO SOLO

2014, nóvember, Soð

2014, mars, Veldi

2013, Trarappa

2012, Skáskegg á VHS+CD

2011, Annan hvern dag, á öðrum stað

2010, Hand Traffic In The Box

2009, Kippuhringur

2008, Harware/Sofware

2007, El Grillo

2006, Sleikjótindar

2005, Austrumu kontakts

2004, Rjómskip

2003, Akustinen Estetiikka

2002, Skaftfell, On the Rót – 80 dýr

2001, Skaftfell á Færi

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *