Bókverk úr Printing Matter

Síðustu tvær vikur hefur fyrsta þematengda gestavinnustofa Skaftfells farið fram undir heitinu Printing Matter. Áhersla var lögð á prentmiðilinn og gerð bókverka fyrir starfandi listamenn með það að leiðarljósi að búa til vettvang fyrir þekkingarskipti, samtal og samstarf milli listamanna úr ýmsum listgreinum. Danska listakonan og hönnuðurinn Åse Eg Jørgensen leiddi vinnuferlið ásamt Litten Nyström. Þátttakendur voru níu talsins og koma frá ýmsum löndum. Tækniminjasafn Austurlands hýsti gestavinnustofuna og fengu listamennirnir aðgang að vinnusvæði og prentverkstæði safnsins.

Vinnuferlið er nú komið að leiðarlokum og afrakstur þess verður til sýnis á opinni vinnustofu og sýningu á 2. hæð Tækniminjasafnsins miðvikudaginn 15. feb kl. 16:00-18:00.

 

 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *