Sýning á vefþáttaröðinni ENDZEIT

Föstudaginn 25. ágúst mun vefþáttaröðin ENDZEIT (Endalok alls) eftir systkynin Önnu og Jan Groos verður sýnd í gestavinnustofu Skaftfells, Austurvegi 42, 3. hæð kl. 21:00. Þáttaröðin telur sjö þætti, hver er 15-20 mínutur að lengd, og hægt er að streyma þeim beint af www.endzeit.at.

Jan Groos (DE) er um þessar mundir gestalistamaður í Skaftfelli. Hann lagði stund á listræna kvikmyndagerð í Harun Farocki í Listaháskólanum í Vín. Í samstarfi við systur sína, Önnu Gross, vinna þau að kvikmyndagerð með sterki skírskotun í fræðilega orðræðu.

ENDZEIT (Endalok alls) fjallar um tilbúnu persónuna Daniel Reis. Á meðan á dvöl Jan stendur notar hann Daniel sem hliðarsjálf og tól til að rannsaka teknó staðleysur. Afrakstur þeirrar vinnu koma fram í nýrri mynd, í fullri lengd, sem er í vinnslu og ber einnig titilinn Endzeit.

Lengd viðburðarinns er u.þ.b. 120 mín.

Tungumál þýska, enskur texti.

Enginn aðgangseyrir, léttar veitingar í boði.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *