Allar leiðir slæmar

Sýningin Allar leiðir slæmar er afrakstur námskeiðs sem útskriftarnemar við Listaháskóla Íslands, myndlistardeild, sækja um þessar mundir. Námskeiðið, sem stendur í tvær vikur, er í samstarfi við Dieter Roth Akademíuna og stýrt af Birni Roth og Kristjáni Steingrími Jónssyni.

Þau komu í fallegu veðri en áður en langt um leið skall óveður á. Allar leiðir út úr firðinum voru lokaðar. Sum þeirra neyddust til að leita á náðir bæjarbúa sem af góðmennsku sinni lánuðu þeim betri föt. Það verður áhugavert að sjá hvort þessar óvenjulegu aðstæður munu hafa áhrif á viðfangsefni sýningarinnar Allar leiðir slæmar.

Í samstarf við:

Dieter Roth Akademían, Listaháskóli ÍslandsTækniminjasafn Austurlands og Stálstjörnur.

Styrktaraðilar:

Adam og Eva, Eystri Brugghús, Uppbyggingarsjóður Austurlands, Ölvisholt Ölhús og Fjölsmiðjan.

 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *