Á staðnum

FOSS kynnir fjórar nýlegar útgáfur undir yfirskriftinni „Á staðnum“ í sýningarsal Skaftfells. Útgáfurnar búa yfir mikilli breidd listrænnar tjáningar og með ýmsu sniði en eru allar þróaðar undir áhrifum “yfirskilvitlegra” kringumstæðna: náttúrulegum fyrirbærum, forgengilegum aðstæðum, sögulegum viðburðum og félagslegum þáttum. Seyðfirska útgáfan FOSS, stofnað 2016 af Litten Nyström og Linus Lohmann, einblínir á fjölfeldi, prentuð og ekki prentuð, í takmörkuðu upplagi eftir alþjóðlega listamenn.

Sunnudagur2-Print_w-e1518387431243

Fyrsta útgáfan af þremur í seríunni “Seyðfirsk fjölfeldi” ber titilinn Sunnudagur, 29. september 1912 og er gefin út í samstarfi við Widowed Swan. Verkið er samstarf milli norska listamannsins Arild Tveito og skoska rithöfundarins, sýningarstjórans og eiganda Widowed Swan Gavin Morrison. Fjölfeldið byggir á dagbókarfærslu David Pinsent yfir ferð sem hann fór ásamt heimspekingnum Wittgenstein fyrir rúmum 100 árum, en sunnudaginn 29. september 1912 lagðist bátur tvímenninganna við bryggju á Seyðisfirði. Pinsent lýsir landslaginu og norðurljósum, en lýsingarnar fela meira í sér en þær gefa meira í skyn. Ekki er farið nánar út í rökfræði Wittgensteins og ljósmyndir Pinsents eru týndar. Orðin eru upplýsandi en á sama tíma óljós. Lýsingarnar verða einhliða, nánast eins og takmarkandi alræði, eins og Wittgenstein skrifar í Tractatus Logico-Philosophicus (1922): “The limits of my language mean the limits of my world”. Tilraun Gavins og Arild gengur út á að bergmála útlegð tungumálsins, bannfæra þessa einu færslu og þýða hana yfir á tungumál staðarins sem um er rætt. (Þorbergur Þórsson þýddi upphaflegu færsluna og hefur þýtt texta Wittgenstein á íslensku.) Fjölfeldið er hæðarprentað leturprent á stóran pappír (520×760 cm) prentað á Tækniminjasafni Austurlands og gefið út í 75 númeruðum eintökum auk 15 listamanna- og prufu eintaka.

muskatopolis_web1-e1518437253560

Önnur útgáfan í seríunni “Seyðfirsk fjölfeldi” ber titilinn Múskatópolis og er einnig gefið út í samstarfi við Widowed Swan. Múskatópolis er spilastokkur eftir PÉTURK. Orð á orðum ofan dembast yfir mann stöðugt og viðstöðulaust; úr munnum, tækjum, og umbreytt úr sjónrænu áreiti stafrófa og myndmáls. Mörg orðanna eru síendurtekin af því að menningarumhverfið sem þau þrífast best í vill gera sig gildandi og fá sem flesta til fylgilags við heimsmyndina sína. Eftir því sem maður umhverfist meira af viðkomandi heimsmynd því daufara verður ómurinn af öðrum heimsmyndum. Múskatópólis spilin veita notendum sinum tækifæri til að ferðast um himingeim hugtakanna og velja eða hafna í samræmi við tilviljunakenndri skipan örlaganna. Alls voru gefnir út 100 spilastokkar (52×75 mm) ásamt handprentuðum og upphleyptum boxum, auk 30 síðum af óskornum prentuðum kortum (420×700 mm). Sunnudagur 29. september 1912 og Múskatópolis eru styrkt af Geisiprent.

Rare postcards2s

Bókverkið Rare postcards from Iceland eftir Stéphane le Mercier byggir á úrvali af fundnum póstkortum frá Íslandi. Listamanninum áskotnaðist póstkortin þegar hún keypti stærra safn í Stuttgard Þýskalandi og sýna þau íslenskt landslag og jarðfræðilega viðburði, með áherslu á mismunandi form efnis: ís, vatn, gufu o.s.frv. Í bókinni er tilgreindur aðdragandi týndu póstkortanna: stutt textabrot (lýsingar af náttúrufyrirbærum) sem eru sett fram sem naumhyggju skúlptúrar á annars auðri blaðsíðu. Stéphane le Mercier er fædd í Saint-Brieuc, Frakklandi, á svæðinu ‘Les Cótes du Nord’ sem seinna hlaut nafnið ‘Cotes du Armor’. Stéphane ólst upp með þá sterku tilfinningu að tilheyra norrænu landslagi; gráa yfirbragðið, rigningin o.s.frv. Í bókverkunum er dregin upp mynd af tilrauninni til að nálgast framandi en jafnframt almennt landslag sem er svo fjarlægt en á sama tíma kunnuglegt, og á framsetningin tilurð sína að þakka með ímyndunaraflinu einu og naumum lýsingum. Einnig er að finna lágstemda tilvísun í manngerða landslagsmótun listamannsins Lawrence Weiners sem er falin inni í textanum. Gefið út í 240 árituðum og númeruðum eintökum (100×158 mm).

rapid-sunsets-8_w-e1518387681941

Bókverkið Rapid Sunsets eftir Litten Nystrøm gefur að líta hluta af safni fundinna (eða fangaðra) ljósmynda frá vegamyndavélum sem eru staðsettar á einangruðum fjallavegi á Austurlandi. Söfnunin hófst árið 2012 sem viðbragð við óþekktum aðstæðum. Bókasíðurnar, sem haldast á sínum stað með samanbrotinni forsíðu (297×420 mm), leiða í ljós þrjár stærri síður (420×594 mm) samsettar af mörgum óþekktum ljósbrotum. Forsíðuna má skilja sem samfellda línu af samþjöppuðum gögnum: staðsetningu, átt, hitastigi, vindhraða o.s.frv. sem tengjast viðfangsefni myndanna. Formfastar, vísindalegar upplýsingar birtast samhliða myndum sem veita aftur á móti vísbendingar um hið óþekkjanlega; virkni sem segir hvorki til um eiginleika né uppruna en lýsir á yfirborð sem annars væri einlitt. Gefið út í 100 árituðum og númeruðum eintökum.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands, Geisiprent, Leturprent og Skaftfelli.

SL_austurland

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *