Farfuglar – málþing

Í tæplega tvo áratugi hefur Skaftfell rekið gestavinnustofur fyrir listamenn sem hefur getið af sér 250 heimsóknir listamanna. Sumir hafa skilið eftir sig áþreifanlega slóð, aðrir huglæga minningu. Einhverjir hafa komið hingað mörgum sinnum og sumir hafa fest hér rætur til frambúðar.

Púlsinn verður á þessum mikilvæga hluta starfsemi Skaftfells og efnt til málþing þar sem samstarfsaðilum verður boðið að deila hugmyndum og reynslu í gegnum gestalistamenn Skaftfells í gegnum tíðina. Skoðað verður hvaða þýðingu slík dvöl listamanna hefur fyrir þá sjálfa og í staðbundnu samhengi. Efnt verður til víðara samtals við Austfirðinga sem einnig reka gestavinnustofur og þeim boðið sérstaklega að taka þátt. Málþingið er haldið í tengslum við sýninguna Farfuglar 1998-2018, sem stendur til 10. júní í sýningarsal Skaftfells.

Á málþinginu er litið til baka og þróun starfseminnar skoðuð sem í upphafi var fremur óformleg gestavinnustofa á þriðju hæð Skaftfells. Í dag eru gestavinnustofurnar umsetnar allan ársins hring og allt að sex listamenn hverju sinni í þremur til fjórum húsum víða í bænum. Margir hafa aðstoðað og tengst þessum listamönnum sem gestgjafar, áhorfendur eða tengiliðir á ókunnum stað sem er þeim algjörlega framandi.

Þingstjóri er Julia Martin.

Málþingið fer fram á ensku og er opið almenningi.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *