Fjölskylduleiðsögn alla laugardaga kl. 15:00 í september

Í september verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn á laugardögum þar sem rýnt verður í verk Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) og Gunnlaugs Scheving (1904-1972) í sýningunni Alls konar landslag. Leiðsögnin fer fram á íslensku og er hluti af BRAS.

BRAS, www.bras.is, er haldin í fyrsta skipti í september 2018 og fer fram víðsvegar í fjórðungnum. Hátíðin er samstarfsverkefni Skaftfells, Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, Tónlistarmiðstöðvar Austurlands, Menningarstofu Fjarðabyggðar, Fljótsdalshéraðs, Skólaskrifstofu Austurlands og Austurbrúar. Hluti hátíðarinnar sem öllum er opinn en auk þess er fjöldinn allur af listasmiðjum og viðburðum í boði allan september í skólum á Austurlandi.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *