Cheryl Donegan & Dieter Roth

Opnun: 17 júní 2019, kl. 17:00-19:00 í sýningarsal Skaftfells
Opið Þri-Sun, kl. 12:00-18:00

Verk listamannanna Cheryl Donegan og Dieters Roth verða til sýnis í sýningarsal Skaftfells en með sýningunni er velt fyrir sér starfi Dieters Roth sem listamann og útgefanda bókverkaí samhengi við prentuð textílverk og málverk listakonunnar Cheryl Donegan sem býr og starfar í New York.
Dieter leit alltaf á bókverk sem heilstætt listaverk. Í fyrstu voru bækurnar hans mjög hefðbundnar með áherslu á geómetríu en síðar meir urðu þær meira dagbókarlegs eðlis auk þess sem hann fór í auknu mæli að nota fundnar myndir og endurnýta myndir úr eigin verkum auk mynda úr ritum eins og myndasögum, fréttablöðum og auglýsingum. Með þessari sýningu verður litið yfir nýstárlega nálgun sem hann tileinkaði sér og notaði við útgáfu og prentun.
Listakonan Cheryl Donegan varð þekkt á tíunda áratug síðustu aldar fyrir myndbandsverk sín. Undanfarið hefur hún verið að þróa nýja leið í verkum sínum með því að nota stafræna framleiðslutækni við gerð málverka og prentaðan textíl og sniðið úr þeim fatnað. Með þessari nýstárlegu nálgun Cheryl er ljóst að meginundirstaða við vinnu hennar er að nýta sér hefðbundna prentaðferðir og -tækni. Þannig nær hún, með hrífandi hætti, að varpa ljósi á hvernig nálgun Dieters birtist ítrekað í verkum samtíma listamanna. Á sýningunni mun Cheryl kynna nýleg verk í formi fatnaðar, málverka, myndbandsverka, prentaðs textíls og tímarita.

 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *