Skaftfell hlýtur styrk frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu 

Eins og fram kom í fjölmiðlum fyrir stuttu hefur Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, átt í fjárhagsörðugleikum og hafði það í för með sér mikla óvissu um framhald starfseminnar. Eftir gott samtal við mennta- og menningarmálaráðherra varð ráðuneytið við beiðni okkar um neyðarfjármagn til Skaftfells sem gerir það að verkum að við getum haldið starfseminni óslitinni út árið. Við erum að sjálfsögðu innilega þakklátar fyrir þessa aðstoð enda mikilvægt fyrir stofnun eins og Skaftfell að geta unnið samfellt að verkefnum sem við höfum tekið okkur fyrir hendur auk þess að sinna þróun framtíðarverkefna og stefnu Skaftfells, ekki síst á tímum nýlega sameinaðs sveitarfélags. Við erum sannarlega á tímamótum og áríðandi að geta tekið þátt í samræðum við kjörna fulltrúa um framtíð Skaftfells og annarrar menningarstarfsemi í landshlutanum sem mikilvægt er að hlúa að.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *