Anna Vaivare – Sundlaug

7. maí – 5. júní 2021, Sundhöll Seyðisfjarðar

Athugið að sýningin er eingöngu aðgengileg sundlaugargestum. Opnunartími.

„Sundlaug“ er sýning með teikningum úr bók Önnu sem ber sama titil. Bókin kom fyrst út í júní 2014 (þriðja útgáfa: maí 2019) í Letlandi sem hluti af myndasögu sýnisbók sem nefnist “Kuš!” í ritröðinni “Mini kuš!”. Hún fjallar um starfsmann laugarinnar sem lætur lítið fyrir sér fara í starfi sínu en hefur á sama tíma yndi af því að fylgjast með sundlaugargestum. Þegar lesandinn á síst von á bregður hún sér í vatnið og afhjúpar leyndarmálið sitt.

Hægt er að kaupa bókina á síðunni  http://www.komikss.lv/books/mini-kus/, í verslunni Skaftfells (frá júní – ágúst) og í Sundhöll Seyðisfjarðar (einungis með reiðufé).

Anna Vaivare er frá Letlandi og vinnur fyrst og fremst með myndskreyti og annars konar myndasöguform. Hún hóf feril sinn sem arkitekt eftir að hafa lokið námi frá Riga Technical University Faculty of Architecture and Urban Planning. Eftir að hafa gefið út þó nokkrar myndasögur og myndskreytt fimm barnabækur settist hún á skólabekk við Art Academy of Latvia Printmaking department og útskrifaðist þaðan með meistaragráðu.

Við dvöl sína í Skaftfelli mun Anna vinna að nýrri myndasöguséríu, gera tilraunir með mismunandi tækni við sjónræna framsetningu sögu og þróa sjónrænt tungumáli við miðlun ævisagna þ.m.t. margræðar tilfinningar. Anna mun dvelja í gestavinnustofu Skaftfells í apríl og maí, og hlaut til þess styrk frá Norrænu menningargáttinni (Nordic Culture Point, Nordic Baltic Mobility Programme).

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *