Listasmiðja: DINNER & A MOVIE 

Laugardaginn 10. desember, kl. 11:00 – 18.30, Herðubreið, Seyðisfirði

Skaftfell býður upp á smiðju í vídeó gjörningalist og innsetningu fyrir 14-18 ára, laugardaginn 10. desember í Herðubreið, Seyðisfirði. Leiðbeinendur eru Bobbi Salvör Menuez og Quori Theodor.

Smiðjan DINNER & A MOVIE sameinar vídeó gjörninga-listasmiðju með Bobbi fyrir hádegi og tilrauna eldamennsku sem gagnvirkan skúlptúr með Quori seinnipartinn. Smiðjunni lýkur með sýningu á myndbands verkum morgunsins ásamt matnum sem búin er til saman í boði fyrir þátttakendur og gesti þeirra.

Vídeó gjörningur: í sameiningu munum við skapa hliðar sjálf, í tilraun til skapandi sjálfskönnunar. Við munum skapa þessa karaktera út frá tilvísunum í poppmenningu, teikningu, orðaleikjum og búningum. Við munum svo festa karakterana á filmu í stuttum videoverkum.

Innsetning úr tilrauna-eldamennsku: Við munum horfa í kringum okkur og finna hluti sem verða svo endurskapaðir úr mat. Línan á milli matar framsetningar og skúlptúrs þynnast og skekkjast.

Dagskrá:

11 – 13:30 : vídeó gjörningur

12:30 – 14:30 : hádegishlé

14:30 – 17:30 : tilrauna eldamennska

17:30 – 18:30 : sýning (dinner and a movie)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *