7. desember í sýningarsal Skaftfells milli 15 og 17.
Verið velkomin í sýningarsal Skaftfells til að fagna aðventunni með okkur og eiga jólalega stund saman.
Jólakortagerð, pop up sýning, og úrval listaverka, bóka, korta og fleira til sölu, auk tækifæris til þess að skyggnast inn í 28 ára sögu listasýninga í Skaftfelli með myndefni úr safni Skaftfells.
Pop up sýning með verkum eftir gestalistamenn Skaftfells Andrea Salerno og Nina Tobien
Nina Tobien er listamaður búsett í Berlín sem vinnur með málverk, keramik og rannsóknir. Í Skaftfelli hefur Tobien þróað málverk og prentverk sem eru nátengd svæðinu hvað efnisleika þeirra varðar. Með sjálfbærri söfnun hefur Tobien varðveitt plöntuliti og gert þá aðgengilega fyrir áhorfandan með brothættum málverkum sínum.
Andrea Salerno (f. 1989, Róm) er myndlistamaður og grafískur hönnuður búsettur í Amsterdam. Nýleg verk hans rannsaka vandamál tvíhyggju í sjónrænni framsetningu í tengslum við vélrænar endurgerðir og hugmyndir um frumleika og höfundarrétt þegar kemur að þýðingum. Í Skaftfelli hefur hann unnið að verkefni sem byggir á völdum verkum eftir Dieter Roth sem fjalla um fjölföldun, og hefur hann framleitt röð endurgerða og óáreiðanlegra eftirlíkinga.
Jólaglögg og heitt súkkulaði á boðstólnum – hlökkum til að sjá ykkur!