Við bjóðum árið velkomið með frábærum hóp af þriðja árs nemum í myndlist við Listaháskóla Íslands sem dvelja nú í Skaftfelli í tvær vikur og vinna að sýningu sem opnar 24. janúar undir handleiðslu Gunnhildar Hauksdóttur.
Þessa viku hafa þau skoðað sig um og kynnst bænum, heimsótt Herðubreið, Geirahús, LungA skólann, Prentverk Seyðisfjörður, Bræðsluna, Tækniminjasafnið og fengið fyrirlestur um fornleifauppgrefti í firðinum frá Rannveigu Þórhallsdóttur og þegið heimboð frá Pétri Kristjánssyni og fræðst um sögu Seyðisfjarðar og list Dieter Roth.
Við hlökkum til að sjá afrakstur vinnu þeirra í næstu viku!