24.01 – 07.02
Á meðan fossar frjósa og þiðna á víxl vigtar þú egg. Þú vigtar 60 egg og kemst að einhverri niðurstöðu, en veist að hún yrði allt önnur ef þú myndir borða þau. Þú íhugar málið. Ef þú situr og bíður eftir dalalæðunni muntu komast að því að þú sérð í hestana en ekki fæturna. Ef þú hins vegar klífur fjallið svitnarðu og færist nær skýjunum. Skýin glitra og taka til máls: Af perlum ertu kominn… en þú truflast og heyrir ekki restina. Þyngdarkrafturinn togar í þig og biður þig að renna þér niður hlíðina. Á meðan þú hendist niður veltirðu því fyrir þér hvað 16 manneskjur gætu vigtað mikið samanlagt. Reikningsdæmið stingur eins og snjórinn. Fossar frjósa, þú ferð heim og færð þér egg.
Bára Sól
Eyrún Úa
Guðrún Emma Júlíusdóttir
Hallbjörg Helga Guðnadóttir
Haust
Helga Thorlacius Finnsdóttir
Hildur Iða Sverrisdóttir
Íris Saara Henttinen Karlsdóttir
Marína Gerða Bjarnadóttir
Sigurlinn Maríus Sigurðar
Silja Rún Högnadóttir
Skúli Thayer
Sunneva Ósk Jónasdóttir
Úa Sóley
Vilborg Lóa Jónsdóttir
Þórður T. Alisson
Verið hjartanlega velkomin á opnun samsýniningar þriðja árs nema af myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Sýningin er afrakstur tveggja vikna dvalar á Seyðisfirði þar sem hópurinn vann a nýjum verkum með leiðsögn Gunnhildar Walsh Hauksdóttur myndlistamanns. Sýningin speglar dvöl listamannanna í firðinum, sem vinna með efnivið eins og vatn, vind, veður, ský, ást og fleira.
Á meðan á dvölinni hefur staðið hafa þau skoðað sig um og kynnst bænum, heimsótt Herðubreið, Geirahús, LungA skólann, Prentverk Seyðisfjörður, Bræðsluna, Tækniminjasafnið og fengið fyrirlestur um fornleifauppgrefti í firðinum frá Rannveigu Þórhallsdóttur og þegið heimboð og sögustund frá Pétri Kristjánssyni um tilurðarsögu Seyðisfjarðar og list Dieter Roth.
Sýningin opnar 24. janúar kl. 17.00 og stendur til 7. febrúar
Skaftfell, Austurvegur 42, 710 Seyðisfirði
Opið alla virka daga frá kl 11:00-15.00 og samkvæmt samkomulagi