Sindri Dýrason kynnir málverkaflokkinn Paradísarmissir á Vesturvegg Skaftfells bistró.
Opnun föstudaginn 2. maí kl.16.
Sýning Sindra Dýrasonar er innblásin af hinu ofurfagra skáldverki Paradise Lost eftir John Milton. Sýningin sem og bókin fjalla um stöðu mannsins í hinni guðsköpuðu veröld. Hvernig Lucifer lokkaði þau Adam og Evu úr þægilegri vist í Edengarðinum út í mótsagnakenndan heiminn, þar sem þau urðu að gangast við og skilja muninn milli góðs og ills. Sindri bregður upp myndum á óhlutbundinn hátt af guðum og djöflum sem í mikilli litadýrð leika lausum hala á striganum. Þar má greina Lucifer sem vildi heldur vera eigin herra en auðmjúkur þjónn á himnum og guð föður sem grætur höfgum tárum yfir illsku hins frjálsa vilja. Eftir góða dvöl á Seyðisfirði lét Sindri myndheim ljóðsins streyma inn í vitundina og út í litahafið sem einkennir þessa fyrstu sýningu listamannsins á Seyðisfirði.