👫 Aldur: 10+
📅 Dagsetningar: Vikan 16. – 20. Júní (frí 17. Júní)
⏳ Tímasetning: 13:00-16:00
💰 Verð: Frítt
📍 Staðsetning: Prentverk Seyðisfjörður – Öldugata 14
Gestalistamenn Skaftfells Philippa og Hector bjóða í viku langa vinnusmiðju í zine og prent-gerð sem leiðir til útgáfu á eigin verkum fyrir börn og ungmenni.
Á námskeiðinu læra þátttakendur mismunandi aðferðir og tækni til þess að gefa út eigin prentverk meðal annars með því að:
- Prenta með mjólkurfernum og öðrum fundnum hráefnum
- Nota rödd, hljóð og texta í eigin verkum
- Vinna að hönnun og hugmyndum í útgáfugerð
Á námskeiðinu vinnur hópurinn saman við zine-gerð sem gefið verður út á Sumarsólstöðuhátíð Skaftfells þann 21.júní.
Philippa og Hector dvelja í gestavinnustofu Skaftfells í þrjá mánuði. Þau hafa komið að listkennslu í leikskólanum sem og haldið vinnusmiðju á laugardagsmorgnum í Herðubreið fyrir leikskólaaldur. Nú bjóða þau börnum eldri en tíu ára inn í sinn hugarheim sköpunar í gegnum prent, hljóð og zine-útgáfu.
Skráning á fraedsla@skaftfell.is