Gestavinnustofa: Brianna Leatherbury & Sæmundur Þór Helgason

Maí – Júní 2025

Brianna Leatherbury hefur nýverið unnið að verkum sem hefjast á bæði persónulegum og kerfislægum rannsóknum. Út frá samskiptum við einstaklinga býr Brianna til óhlutbundin kerfi sem skoða efnisleg áhrif efnahagslegra afla. Nánd, iðnaður og fjármál eru efniviður sem Brianna nýtir til þess að síast inn í innviði nærumhverfisins þvert á miðla. Þar má nefna skúlptúr, gjörninga og skrásetningu. Verk háns virka sem vitnisburðir sem leitast eftir nýjum tækifærum sambandsmyndanna.

Sæmundur Þór Helgason er myndlistarmaður sem vinnur með ýmsa miðla sjónmenningar þar á meðal kvikmyndagerð, tísku og fjölmiðla. Verk hans snúa gjarnan samtímanum að sjálfum sér í þeim tilgangi að hafa áhrif á ímyndunarafl almennings og verða þannig virkt afl í samfélaginu. Hann var með vinnuaðsetur hjá Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam 2020 – 2022.

https://brianna-leatherbury.com/
https://saemundurthorhelgason.com/