TRYING TO TEACH ICELANDIC WHILE LIVING IN GERMANY

10. – 31. ágúst 2012
Herðubreið / Reaction Intermediate

Opnun og kynning á hljóðverkinu eftir Jens Reichert verður föstudaginn 10. ágúst kl. 15:30.

Hugmyndin að hljóðverkinu Trying to teach Icelandic while living in Germany kviknaði árið 2010 þegar Jens dvaldi í gestavinnustofu Skaftells. Á þeim tíma var listamaðurinn að vinna að systurverki þess, Trying to teach German while on residency in Iceland.

Það sem Jens þykir áhugaverk er þversögnin sem verður til við hljóðmyndun, það er framburði og þýðingu orða sem og tungumáls. Verkið fjallar um samband einstaklingsins við tungumálið og er það eingöngu skiljanlegt fyrir þá sem tala íslensku.

Jens Reichert (1967) er fæddur í Freiburg, Þýskalandi. Hann dvelur í gestavinnustofu Skaftfells, Norðurgötu, í ágúst. Jens vinnur í ólíka miðla; skúlptúr, innsetningar, málverk, ljósmyndir og hljóð.

www.reichert-jens.de

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *