Gunnhildur Una Jónsdóttir og Hilmar Bjarnason ríða á vaðið í sýningaröðinni Sjónheyrn, sem verður á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfells í sumar.
Gunnhildur sýnir videóverkið IMMERSION frá 2007 með lesnum, enskum texta, ásamt útprentuðum teikningum.
Hilmar kynnir hljóðverk sitt, PÖDDUSÖNG frá 2008. Verkið, sem er 70 mín. að lengd er leikið í hádeginu á degi hverjum. Þar má heyra sambland af söng ýmissa skorkvikinda og lestahljóð – semsagt blöndu umhverfishljóða frá vissum stað í Pittsburgh í Pennsylvania í BNA.
Sýningastjórar á Vesturveggnum sumarið 2008 eru Ingólfur Örn Arnarsson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir.