Gestalistamenn 2017 staðfestir

Valferli fyrir gestavinnustofur Skaftfells árið 2017 er lokið. Tæplega 325 umsóknir bárust, sem 30% fjölgun frá árinu áður. Sérstök valnefnd yfirfór umsóknirnar og í kjölfarið hófst samskiptaferli til raða í vinnustofurnar. Á meðan á dvölinni stendur stýra listamennirnir sjálfir sínu sköpunar- eða rannsóknarferli með stuðningi og ráðgjöf frá starfsfólki Skaftfells. Þrír listamenn hlutu dvalar- og ferðastyrk frá Norrænu menningargáttinni, Soren Thilo (DK), Tina Helen Funder (DK) og Tuula Närhinen (FI), og einn listamaður dvelur í boði Goethe-Institut Dänemark, Uta Pütz (DE).

Gestalistamenn Skaftfells 2017 eru: Desmond Church (UK), Elín Hansdóttir (IS), Hannah Anbert (DK), Inga Danysz (PL), Jan Groos (DE) & Susanne Richter (AT), Jessica MacMillan (US), Kristie MacDonald (CA), Maiken Stene (NO), Malin Franzén (SE), Mary Hurrell (UK), Melodie Mousset (FR), Mitch Karunaratne (UK), Sandrine Schaefer (US), Soren Thilo & Tina Helen Funder (DK), Tuula Närhinen (FI), Tzu Ting Wang (TW), Uta Pütz (DE), Yen Noh (KR)

Í byrjun árs skipulagði Skaftfell fyrstu þematengdu gestavinnustofuna undir heitinu Printing Matter. Áhersla var lögð á prentmiðilinn og gerð bókverka fyrir starfandi listamenn með það að leiðarljósi að búa til vettvang fyrir þekkingarskipti, samtal og samstarf milli listamanna úr ýmsum listgreinum. Danska listakonan og hönnuðurinn Åse Eg Jørgensen leiddi vinnuferlið ásamt Litten Nyström. Tækniminjasafn Austurlands hýsti gestavinnustofuna og fengu listamennirnir aðgang að vinnusvæði og prentverkstæði safnsins.

Þátttakendur voru níu talsins og komu frá ýmsum löndum: Andrea deBruijn (CA), Ann Kenny (IE), J. Pascoe (US), Jordan Parks (US), Liv Strand (SE), Mark Chung (CN), Roxanne Sexauer (US), Sisse Hoffmann (DK), Sunny Chyun (KR)

Fyrrum gestalistamenn Skaftfell má skoða hér.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *