Landslag hjartans

Sýningarstjóri Þórunn Eymundardóttir

Þráin eftir því að tilheyra, að sjá og skilja sjálfan sig er öllum mönnum sameiginlegt. Það umhverfi sem einstaklingurinn vex úr grasi í verður óhjákvæmilega stór partur af sjálfsmynd hans og hefur áhrif á það hvernig hann horfir á heiminn; að heiman.

Þessi sýning á úrvali verka í eigu Seyðisfjarðarkaupstaðar sýnir okkur glögglega hvert sjónir manna beinast þegar hylla á heimahagana, heiðra þá er skipt hafa sköpum fyrir samfélagið eða minnast merkra tímamóta. Verkin á sýningunni, sem eru í flestum tilfellum gjafir til bæjarins, eru því einskonar spegilmyndir. Myndefnið, fjörðurinn fagri eða fegursti staður gefandans, er því ekki bara mynd af stað heldur inniber það þá djúpu ást sem við berum til heimahaganna, það er okkar sjónarhóll og hið eina sanna „heima“.

Á sýningunni eru listaverk eftir:

Dieter Roth
Eggert Guðmundsson
Emanuel A. Petersen
G. Wiseman
Garðar Eymundsson
H.A.G. Schiøtt
Kristján Hall
Ólöfu Birnu Blöndal
Sigurð Baldvinsson
og Frásagnasafnið 2011-2012, hugarfóstur Christoph Büchel.

Sýningin er hluti af 120 ára afmælishátíð Seyðisfjarðarkaupstaðar og stendur til 5. júlí.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *