Printing Matter í annað sinn

Í byrjun febrúar hófst haldið þriggja vikna löng þematengd gestavinnustofa sem nefndist „Printing Matter“. Þetta er í annað sinn sem Skaftfell skipuleggur vinnustofuna þar sem rýnt er í prentaðferðir og bókverkagerð og gerðar tilraunir með þá miðla.

Í ár taka þátt sjö starfandi listamenn sem koma víðsvegar að: Ash Kilmartin (NZ), Christiane Bergelt (DE), Gill Partington (UK), Katalin Kuse (DE), Lucia Gašparovičová (SK), Mari Anniina Mathlin (FI), Patrick Blenkarn (CA).

Leiðbeinandi er danska listakonan Åse Eg Jörgensen og verður námskeiðið m.a. haldið í Tækniminjasafninu þar sem notast verður við prentbúnað sem safnið hefur að geyma. Í lok vinnustofunnar verður afraksturinn hafður til sýnis. Staður og stund auglýst síðar.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *